4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Hver tekur gullskóinn í enska?

Skyldulesning

Nú þegar 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er í gangi og því aðeins sex umferðir eftir er baráttan um gullskóinn farin að skýrast. Sex leikmenn eru taldir vera með í baráttunni samkvæmt frétt Daily Mail. Harry Kane leiðir kapphlaupið en Mo Salah fylgir fast á eftir.

Harry Kane (21 mark)


Tímabil Tottenham hefur ekki verið upp á marga fiska en Harry Kane hefur verið ljósið í myrkrinu eins og svo oft áður. Harry leiðir kapphlaupið en framherjinn knái hefur skorað 21 mark fyrir Tottenham í vetur.

Mohamed Salah (19 mörk)


Gengi Englandsmeistara Liverpool hefur ekki verið gott á leiktíðinni en Mo Salah hefur staðið fyrir sínu og er kominn með 19 mörk í deildinni. Hann á einn leik inni á Kane og getur því jafnað enska framherjann á topnnum með tveimur mörkum gegn Leeds á mánudagskvöld.

Bruno Fernandes (16 mörk)


Stjarna Bruno Fernandes heldur áfram að skína hjá stórliði Manchester United. Hann hefur átt gott tímabil fyrir þá rauðklæddu og er kominn með 16 mörk á tímabilinu. Hann er eini miðjumaðurinn sem er með í kapphlaupinu.

Dominic Calvert-Lewin (14 mörk)


Dominic Calvert-Lewin byrjaði tímabilið af krafti og skoraði 11 mörk í fyrstu 11 leikjum tímabilsins. Síðan þá hefur hann kólnað fyrir framan markið. Hann hefur skorað 14 mörk í vetur og á því enn möguleika á gullskónum en sá möguleiki er orðinn ansi veikur.

Son Heung-min (14 mörk)


Spilamennska Son hefur verið upp og niður þetta tímabilið. Hann hefur átt frábæra leiki og skorað góð mörk en einnig átt vonda leiki á þessu vonbrigða tímabili Tottenham. Son er kominn með 14 mörk í deildinni og á því enn veikan möguleika á gullskónum.

Patrick Bamford (14 mörk)


Patrick Bamford hefur átt frábært tímabil fyrir nýliða Leeds og í raun ótrúlegt að hann sé í möguleika á gullskónum. Bamford hefur skorað 14 mörk í deildinni og myndi það eflaust gleðja marga ef hann myndi tryggja sér gullskóinn fræga.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir