7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Hverjum ógnar Inga Sæland svo fólk þurfi að hæða hana?

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Íslendingar eru sauðir leiðitamir, Þjóðfylkingin, Flokkur fólksins og Frelsisflokkurinn eiga miklu meira inni ef fólk sýndi kjark og uppreisnarvilja. Það verða engar breytingar ef litlu flokkarnir komast ekki inná þing. Þar eru sóknarfærin, að ógna valdinu og koma að nýju fólki.

Undarlegt að ráðast á svo lítinn flokk sem ekki hefur komizt í ríkisstjórn ennþá og óvíst er að nái fólki næst inná þing. Það sýnir þó að minnsta kosti að flokkurinn bankar á dyrnar í alvöru og gæti gert sig gildandi. Valdhafarnir finna fyrir ólgu og óróleika hjá fólki, vita að fylgið getur dreifzt í næstu kosningum á ólíklega staði.

Það þarf að byggja upp flokka eins og Þjóðfylkinguna og Frelsisflokkinn frá grunni til að þeir komist inná þing og nái jafnvel 10 prósenta fylgi, eins og flokkar í Evrópu sem starfa á raunverulegum þjóðernisgrundvelli, en ekki hræsnigrundvelli fortíðarinnar í þeim efnum.

Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum hefur vakið virðingu mína. Hún kemur fram sem sterk kona sem starfar á jafningjagrundvelli en kvartar ekki í femínískum vælutóni. Hún sýnir það sem femínisminn ætti að vera, samstaða og virðing, en vissulega má segja að það sé alveg á mörkunum að hún sé órétti beitt í flokknum sínum.

Aftur að Þjóðfylkingunni og Frelsisflokknum. Nú um stundir er femínisminn svo mikið í tízku að mér finnst að þörf sé á að formenn flokkanna fái konur til jafns við sig til að gegna einhverjum embættum þar í flokkunum til að auka vinsældir þeirra, án þess að fara útí þá öfga sem sjást í stóru flokkunum í þeim efnum.

Einnig væri gott að fá reynda stjórnmálamenn sem tala traustvekjandi um efnahagsmál og annað sem myndi laða að ákveðna tegund kjósenda. Það er nefnilega mikið verkefni að stækka stjórnmálaflokka og láta þá hafa sem breiðasta skírskotun til sem flestra hópa. Grunnurinn er samt góður sem þessir þrír flokkar byggja á, grunnur sem stóru flokkarnir hafa hent á haugana, en sem kom landinu og þjóðinu upp úr fátækt, eymd og volæði. Valdhafarnir tala um það á hátíðisstundum en gera lítið með það annars.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir