5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Hvern hefði órað fyrir þessu fyrir hálfri öld? Til hamingju, Sinfó!

Skyldulesning

Ef einhver hefði spáð fyrir hálfri öld að Sinfóníuhljómsveit Íslands yrði tilnefnd til einhverra þekktustu tónlistarverðlauna veraldar hefði slík spá í fyrsta lagi þótt fáránleikinn uppmálaður og í öðru lagi hefði engum lifandi manni flogið neitt slíkt í hug á þeim tíma. 

Langt fram eftir árum í starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar voru uppi raddir um að hljómsveitin væri baggi á þjóðinni og vonlaus á alla vegu. 

Þess má geta að allt fram til ársins 1947 þegar Austurbæjarbíó var reist var enginn nýtilegur salur til slíks tónlistarflutnings og Útvarpshljómsveitin var auðvitað skipuð miklu færri hljóðfæraleikurum en heil sinfóniuhljómsveit. 

Innfæddir Íslendingar voru fáliðaðir eins og sést á nöfnum mikilvægra innfluttra tónlistarmanna sem hingað fluttu og gerðust ríkisborgarar hér, svo sem Victor Urbansics, Róbert Abraham Ottóson, Jan Moravek, Fritz Weishappel, Franz Mixa, Jósef Fellsman, Carl Billich, Jose M. Riba o.s.frv.   

Aðstaðan skánaði með tilkomu Háskólabíós 1964 og þegar Wladimir Askinazy gerðist íslenskur ríkisborgari náðust betri sambönd við umheiminn. 

En áratugum saman var býsnast yfir samstarfi Ríkisútvarpsins við Sinfóníuhljómsveitina og hér hefur lengst af ríkt alveg einstök þröngsýni varðandi hið mikla og ómissandi grundvallarstarf fyrir uppeldi fyrsta flokks tónlistarfólk í fremstu röð og gagn fyrir allt tónlistarlíf í landinu, sem góð sinfóníuhljómsveit er. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir