2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Hvernig lærum við að gera hlutina betur?

Skyldulesning

typewriter-407695_1920

Við getum lært hvað sem er. Langi þig til að læra eitthvað þarftu bara að hafa áhuga. Áhugann getur þú kveikt langi þig til þess. Besta leiðin er að skoða vandlega það sem þú vilt fá áhuga á, og allt sem gerist í kringum það. Þú getur jafnvel orðið framúrskarandi í næstum hverju sem er. Reyndar hafa þeir forskot sem byrja snemma og halda stöðugt þjálfun áfram, en við höfum þennan einstæða hæfileika að við getum lært. 

Ef þig langar að læra að syngja vel, þá þarftu að byrja að syngja, og gera töluvert af því. Langi þig að læra að skauta, skíða, tefla, skrifa, reikna, sama hvað það er, gerðu það og gerðu það oft, þá lærirðu það. Að læra það vel krefst aðeins meira. Það krefst þess að þú æfir þig áfram, en að þú æfir þig að gera nákvæmlega þá hluti sem styrkja þig.

Við trúum því mörg að fólk hafi meðfædda hæfileika, en rannsóknir hafa sýnt að það er ekki raunin, að við lærum það sem við lærum með því að þjálfa okkur, og þjálfa okkur á einbeittan hátt. Ef við einbeitum okkur að þjálfun náum við árangri.

Það hafa flestir heyrt af þeirri hugmynd að æfirðu eitthvað í 10.000 klukkustundir geturðu náð góðum árangri, þú getur lært og höndlað nánast hvað sem er með slíkri þjálfun. Ef þú gerir þetta á eigin spýtur gætirðu alveg náð einhverjum árangri, en sértu þeirrar gæfu njótandi að fá manneskju til að greina þekkingu þína, átta sig á hvað þú þarft að læra til að bæta þig, og hjálpar þér áleiðis með réttum æfingum, þá getur þú náð þessum árangri miklu hraðar. Reyndar er engin trygging fyrir því að 10.000 reglan virki alltaf. Til dæmis ef þú kastar steini upp í loftið 10.000 sinnum þá lærir steinninn ekkert endilega að sigrast á þyngdaraflinu, en ef þér tekst að forðast að fá steininn í höfuðið er ég nokkuð viss um að þú hafir þjálfað ágæta tækni og styrk til að kasta steini upp í loftið.

Ég er einmitt byrjaður að skrifa aftur hérna á bloggið af því að ég vil þjálfa mig í að skrifa. Og til að skrifa betur ætla ég að skrifa meira. En hvernig veit ég hvort að þetta sé rétta þjálfunin til að skrifa nákvæmlega það sem mig langar að skrifa? Ég er ekki viss um svarið, en held áfram að skrifa.

Mynd: Pixabay


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir