2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta?

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir.

Þeir ræddu meðal annars um skemmtileg yngri landslið í gegnum tíðina og þá barst í tal íþróttamaður sem hefur gert garðinn frægan í allt annarri íþrótt. Sjálfur Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn sem gengur undir viðurnefninu Fjallið.

Benedikt Guðmundsson var þjálfari 1988 árgangsins í yngri landsliðum Íslands og var Hafþór Júlíus hluti af því liði.

„Hann var varamiðherji fyrir Sigga Þorsteins. Hann bakkaði Sigga vel upp. Haffi er þvílíkur íþróttamaður. Fáranlega flottur skrokkur og vel örvhentur. Hann gat spilað góða vörn og troðið yfir mann og annan,“ segir Benedikt.

Yngri landsliðs umræðuna í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Þar svara þeir Benedikt og Finnur Freyr Stefánsson, því einnig hversu góður körfuboltamaður Hafþór Júlíus hefði getað orðið, hefði hann valið þá leið.

Klippa: Körfuboltakvöld: Hafþór Júlíus körfuboltamaður

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir