Í yfirstandandi veiðiferð sem endar eftir helgina hefur hvert stórafmælið dunið á og önnur minni líka.

Jóhann Óskar Jóhannsson baader varð 50 ára og í dag 12 mai fagnar Hákon Blöndal vélstjóri fertugsafmæli. Þannig að samtals urðu þeir níræðir blessaðir.

Aðspurðir létu þeir vel af sér, þeir klæddust enn hjálparlaust og væru nokkuð góðir til gangs miðað við aldur. En þeir væru alltaf bara töttögö og femm í huganum!

Svo var eitt afmæli sem féll reyndar í skuggann af stórafmælunum en Kristinn Arnar Einarsson alias Kiddi minibaader nálgast þrítugsaldurinn óðfluga, árin urðu 28 í túrnum.

Krumminn óskar þeim hjartanlega til hamingju með bæði stóru afmælin og líka því minna 😊