Hvetur Chelsea til að ráða Lampard endanlega – DV

0
85

Chelsea ætti að íhuga það sterklega að ráða Frank Lampard til lengri tíma að sögn fyrrum stjóra félagsins, Guus Hiddink.

Lampard var á dögunum ráðinn stjóri Chelsea út tímabilið og mun reyna að koma liðinu á rétta braut eftir erfitt gengi.

Lampard var áður stjóri Chelsea í tæplega tvö ár en var látinn fara og tók Thomas Tuchel við. Tuchel var síðar rekinn og var Graham Potter ráðinn inn.

Potter var rekinn á dögunum sem varð til þess að Lampard tók við en Hiddink segir Chelsea að halda sig við Englendinginn til lengri tíma.

,,Ef þú spyrð mig þá væri ég til í að sjá hann sem meira en tímabundinn stjóra. Ég væri til í að hann fengi að halda áfram með verkefnið á næstu leiktíð,“ sagði Hiddink.

,,Hann þekkir félagið betur en allir aðrir. Hann mun þurfa tíma eins og aðrir. Chelsea hefur eytt miklum peningum í leikmenn en nú er kominn tími á að þróa hugmynd.“

Enski boltinn á 433 er í boði