-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Hvít jól án áfengis

Skyldulesning

Markmið átaksins er að skipuleggja vímulaust umhverfi fyrir börn, unglinga …

Markmið átaksins er að skipuleggja vímulaust umhverfi fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.

mbl.is/Árni Sæberg

Hvít jól átakið verður áberandi hjá bindindissamtökunum IOGT í desember. Átakið gengur út á að fá fleiri fullorðna til að draga úr neyslu áfengis á hátíðardögunum. Átakið hófst 1. desember og lýkur á þrettándanum, 6. janúar 2021. 

„Félagar IOGT fara út á stræti og torg með undirskriftarkynningum, piparkökum, jólakúlum, auglýsingum, umtali, barmmerkjum og jólauppákomum fyrir börn, unglinga og fjölskyldur,“ segir í tilkynningu frá IOGT. 

„Markmið átaksins Hvít jól 2020 er að varpa ljósi á þarfir barna í samhengi við áfengisneyslu fullorðinna á jólunum. Að fá fleiri fullorðna til að forðast neyslu áfengis yfir jólahátíðina. Það finnast margar leiðir, en markmiðið er það sama. Að upplýsa almenning, stjórnendur og fjölmiðla um aðstæður barna og unglinga og þeirra þarfir í tengslum við áfengisneyslu fullorðinna á jólahátíðinni. Að skipuleggja vímulaust umhverfi fyrir börn, unglinga og fjölskyldur,“ segir í tilkynningu.

Innlendar Fréttir