Breiðablik tekur á móti nágrönnum sínum úr Garðabænum í lokaumferð Subway-deildar karla. Með sigri gæti Breiðablik tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, það er ef KR tapar gegn Val. Leikurinn byrjar klukkan 19.15. Flakkað verður á milli leikja á Stöð 2 Sport 4 þar sem Tilþrifin hefjast klukkan 19.00.