1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Í beinni: Hvernig verður riðill Íslands í undankeppni HM 2022?

Skyldulesning

Fótbolti

Luis Figo dregur hér Ísland upp úr skálinni þegar dregið var í Þjóðadeild UEFA 3. mars.
Luis Figo dregur hér Ísland upp úr skálinni þegar dregið var í Þjóðadeild UEFA 3. mars.
VÍSIR/GETTY

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2022.

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM í Katar 2022 í fótbolta í kvöld en íslenska landsliðiðið er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Ísland reynir við að komast á annað heimsmeistaramótið í röð.

Drátturinn fer fram á nýja Al Bayt leikvanginum í Katar og munu fyrrum knattspyrnumennir Daniele De Rossi og Rafael van der Vaart hjálpa til við dráttinn. Hann hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Byrjað verður að draga úr fyrsta styrkleikaflokki og því verða komin tvö sterk lið í íslenska riðilinn þegar nafn Íslands kemur úr pottinum en 55 þjóðir eru í pottinum.

Þeim verður skipt niður í tíu riðla en aðeins fimm lið eru í sjötta styrkleikaflokki og því verða bara fimm lið í helmingi riðlanna. Riðlar A til E verða með fimm lið en riðlar F til J verða með sex lið en þrettán laus sæti eru á HM í Katar 2022.

Undankeppni mun fara fram frá mars til nóvember 2021 en úrslitakeppnin í Katar hefst síðan 21. nóvember 2022.

Hægt er að fylgjast með drættinum hér að neðan en athöfnin hefst eins og áður segir klukkan 17.00.


Innlendar Fréttir