7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Í beinni í dag: Inter fær Real Madrid í heimsókn og Liverpool tekur á móti Atalanta

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Sport


Ísak Hallmundarson skrifar

Hvað gerir Inter á móti Real Madrid?
Hvað gerir Inter á móti Real Madrid?
getty/Mattia Ozbot

Meistaradeild Evrópu heldur áfram í beinni á Stöð 2 Sport í dag. Fjórir leikir eru á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2.

Veislan hefst klukkan 17:45 þegar Olympiakos fær Manchester City í heimsókn. Sá leikur er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Þrír leikir eru síðan í beinni útsendingu klukkan 20:00. 

Englandsmeistarar Liverpool fá hið stórskemmtilega ítalska lið Atalanta í heimsókn. Leikur liðanna verður í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Þá er stórleikur á dagskrá á Stöð 2 Sport 5 þar sem Inter og Real Madrid mætast á San Siro en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um að komast upp úr riðlinum.

Loks er það leikur Bayern Munchen og Red Bull Salzburg, leikur þýskalandsmeistaranna og Austurríkismeistaranna, sem sýndur er á Stöð 2 Sport.

Eins og vanalega eru síðan Meistaradeildarmörkin á sínum stað á slaginu 22:00 á Stöð 2 Sport 2 þar sem allir leikir kvöldsins í Meistaradeildinni eru gerðir upp.

Allar beinar útsendingar dagsins má nálgast með því að smella hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir