4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Í björgunarsveit frá árinu 1963

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Þeir eru varla margir björgunarsveitarmennirnir sem hafa meiri reynslu af björgunarsveitarstörfum en Ingvar Valdimarsson sem hefur verið virkur í starfi Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur síðan 1963.

Sveitin fagnar 70 ára afmæli í dag og í tilefni af því er rætt við Ingvar um þær breytingar sem hafa orðið á þessum tíma og Viktor Örn Guðlaugsson, formann sveitarinnar, um starfið í myndskeiðinu.

Hraðfara fjallabjörgunarsveit

Flugbjörgunarsveitin var stofnuð árið 1950 í kjölfar þess að flugvélin Geysir brotlenti í Vatnajökli. Þá voru flugslys og óhöpp mun tíðari og því nauðsynlegt að hafa mannskap til reiðu sem hefði sérfræðikunnáttu við slíkar aðstæður. Nú þegar slys af þessu tagi eru mun fátíðari hefur áherslan færst yfir í hefðbundnara björgunarstarf. 

„Við reynum að vera hraðfara fjallabjörgunarsveit,“ segir Viktor en um 150 manns eru á útkallsskrá hjá sveitinni sem hefur sinnt 234 útköllum á síðustu fimm árum. 

Afmælisdagskrá verður í streymi á Facebook-síðu sveitarinnar í kvöld klukkan 20:00.

mbl.is óskar Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur til hamingju með daginn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir