Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu.
Línu var komið fyrir á milli skipanna og gert ráð fyrir að þau verði komin inn á Ísafjarðardjúp í kvöld en verða ekki komin til hafnar fyrr en í fyrramálið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, en skipið átti að vera hluti af minningarathöfn vegna snjóflóðsins sem féll á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum.
Myndir frá björgunaraðgerðum má sjá hér fyrir neðan.
Myndir: Guðmundur Valdimarsson