Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og 0:1-tapið fyrir Burnley í gær var fjórða tapið í röð á Emirates-vellinum.
Slíkt hefur ekki gerst síðan 1959, en sigur Burnley var sá fyrsti hjá liðinu á vellinum. Arsenal tapaði þar á undan gegn Wolves, 1:2, Aston Villa, 0:3, og Leicester, 0:1.
Arsenal hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu átta leikjum og aðeins eitt úr opnum leik og er sæti knattspyrnustjórans Mikels Arteta orðið heitt.
Arsenal er í 15. sæti með 13 stig eftir 12 leiki, fimm stigum fyrir ofan Fulham sem er í fallsæti.