-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Í fyrsta skiptið á þjálfaraferli Guardiola

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag.
Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag.
vísir/Getty

Það vakti mikla athygli að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skyldi ekki nýta neina einustu skiptingu í leik liðsins gegn nýliðum Fulham í dag.

Guardiola hefur kvartað sáran yfir því að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni líkt og víða annars staðar í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Þá hafa fleiri knattspyrnustjórar stóru liðanna hafa kvartað yfir leikjaálagi að undanförnu en afar þétt hefur verið leikið, bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppnum.

Þetta var í fyrsta skipti á þjálfaraferli Guardiola sem hann skiptir engum leikmanni inn af varamannabekknum í deildarkeppni.

1 – For the first time in 416 games as a manager in the top five European leagues (Barcelona, Bayern Munich and Manchester City), Pep Guardiola didn’t use a single substitute in a league game. Perplexing. pic.twitter.com/mRCZ3S7qWw

— OptaJoe (@OptaJoe) December 5, 2020

Innlendar Fréttir