4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Í nánum samskiptum vegna stökkbreytingar

Skyldulesning

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) er í „nánum samskiptum“ við bresk stjórnvöld vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist í landinu og talið er að sé mun meira smitandi en önnur afbrigði.

Íbúar í stórum hluta Suðaustur-Englands, þar á meðal höfuðborginni London, búa nú við nýjar og hertar samkomutakmarkanir til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu nýja afbrigðisins.

Ekki er talið að afbrigðið sé banvænna en önnur afbrigði og engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til þess að það bregðist öðruvísi við bóluefnum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir í yfirlýsingu að enn sé „mikil óvissa“ um afbrigðið en að Bretar deili upplýsingum um stökkbreytinguna með stofnuninni, sem muni deila þeim með aðildarríkjum og öllum almenningi.

Stjórnvöld í Hollandi kynntu í nótt bann við flugferðum milli Hollands og Bretlands. Bannið tók gildi strax í morgun og gildir að óbreyttu til áramóta. Ákvörðunin var tekin eftir að sýnataka fyrr í mánuðinum sýndi sama afbrigði veirunnar og fannst nú í Bretlandi.  

Innlendar Fréttir