10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Í nokkra daga hefur pása ríkt hjá rússneska hernum, skv. fyrirmælum Pútíns sjálfs eftir fall Lysychansk að herinn fengi pásu! Stórskotalið Rússa heldur samt uppi stórskotahríð á stöðvar Úkraínuhers – Rússar taldir undirbúa sókn inn í Donetsk hérað!

Skyldulesning

Í liðlega viku hefur í reynd verið skortur á meiriháttar atburðum í Úkraínustríðinu, eftir fall Lysychansk — er var síðasta borgin er Úkraínuher hélt í Luhansk héraði.

Strax og töku þeirrar borgar var lokið, gaf Pútín út fyrirmæli – að herinn fengi hvíld. Ekkert var gefið út um, hvað löng sú hvíld ætti vera.

Rás atburða þó sýni, að fyrir utan stórskota-hríð, sem áfram sé linnulítil, og lofthernað frá rússn. herflugvélum er skjóta eldflaugum að víglínu Úkraínuhers, og að byggðum í Úkraínu handan víglínunnar sem Úkraínumenn ráða.

–Þá virðist raunverulega ríkja, pása hjá Rússneska hernum.

 1. Talið er að þær sveitir sem tóku Lysychansk og Sievierodonetsk hafi orðið fyrir miklu mannfalli!
 2. Að það þíði, hersveitir er tóku þær borgir, þurfi á endurskipulagningu á að halda, eins og rökrétt sé — er hersveitir bíða umtalsvert mannfall, þurfi nýtt fólk í stað fallinna og særða; það geti einnig þítt, liðssveitir þurfi að endurskipuleggja t.d. sameina sveitir sem séu undir-mannaðar.

–Vegna þess, að Rússar gefa ekkert uppi um mannfall, þá verða menn að ráða í það – út frá hegðan rússneska hersins; en ég trúi því ekki – rússn. herinn mundi stoppa.

Nema, vegna þess að það sé algerlega nauðsynlegt!

–Það fer enginn að selja mér þá sögu, að Pútín sé ekki sama um hermennina, hann hljóti að hafa fengið þær skýringar, að herinn geti ekki meira í bili.

En það þíði ekki, að ef Rússar finna fleiri hermenn, til að sláta í stríðinu; þannig að hersveitir verði fullmannaðar að nýju — að þá láti þeir ekki til skarar skríða á ný!

 • Það getur einnig verið af hverju, engin tímsetning var gefin upp – þ.e. Rússar sjálfir viti ekki hve langan tíma, það taki að gera herinn tilbúin á ný.

Þetta kort er ágætis yfirlitsmynd, ljósbrúna svæðið umráðasvæði Úkraínuhers í Donetsk! Blátt eru sóknartilraunir Úkraínu!

INTERACTIVE - WHO CONTROLS WHAT IN UKRAINE- JULY11_2022

Reiknað er með því að Rússar fyrirhugi innrás í Donetsk hérað!

Russian Offensive Campaign Assessment, July 10

Russian forces are in the midst of a theater-wide operational pause in Ukraine. This operational pause has been largely characterized by Russian troops regrouping to rest, refit, and reconstitute; heavy artillery fire in critical areas to set conditions for future ground advances; and limited probing attacks to identify Ukrainian weakness and structure appropriate tactical responses. As ISW has previously noted, an operational pause does not mean a complete cessation of hostilities, rather that ongoing hostilities are more preparative in nature.

Eins og ég nefndi, er slík pása rökrétt – sérstaklega ef her hefur beðið verulegt tjón á mannafla og tækjum. Bardagar voru ákaflega harðir um Sievierodonetsk, þeir bardagar stóðu yfir í 2-mánuði, það voru einnig harðar orrustur er snerust um tilraunir til að komast yfir Severskyi-Donets á, framan af mistókust þær tilraunir – áætlað mannfall Rússa í einni af þeim orrustum hugsanlega allt að 1000. En fyrir rest, tókst Rússum að flytja umtalsvert lið yfir Donets á, og hefja þar með sókn í átt að, Lysychansk.

Hinn eiginlegi sigur, var líklega – er Rússar náðu yfir, Severskyi-Donets.

En eftir það, virðist Úkraínumönnum ekki takast, að stöðva sókn Rússa í átt að Lysychansk, hún tók þó vikur — en er þeir náðu þangað fyrir rest, þá urðu Úkraínumenn strax að hörfa frá Sievierodonetsk, yfir til Lysychansk.

–Bardaginn um þá borg, stóð síðan einungis liðlega viku. Í kjölfar falls, Lysychansk — gaf Pútín út skipun um hvíld.

 1. Á þessari stundu, veit enginn hvenær Rússar ætla að hefja sókn inn í Donetsk.
 2. Hinn bóginn, er talið að þeir séu í því — að safna liði fyrir nýja sókn.

Ég vísa frá sem hverri annarri vitleysu, Rússar hafi ekki beðið mikið mannfall.

Annars væru þeir ekki að taka slíka pásu í meir en viku! Það sé augljóst!

Hugsanlega verður sú hvíld töluvert lengri en rúm vika!

Upplýsingar um nýjar herkvaðningar Rússa vekja athygli!

 1. Governor of Russia’s Primorsky Krai, Oleg Kozhemkayo, announced on July 9 that Russia is forming the “Tigr” volunteer naval infantry battalion to participate in combat in Ukraine.[29] Kozhemkayo said that not all volunteers have prior combat experience and that they will undergo 30 days of training prior to deployment. Social media users noted that footage of the “Tigr” battalion shows that the recruits are older than traditional military age and are likely in their 50s to 60s.[30] ISW has previously reported that Russian military leadership will continue to constitute such ad hoc, oblast, and regionally-based volunteer units as losses among professional troops mount.[31]
 2. Ukraine’s Main Intelligence Directorate (GUR) reported that private military companies (PMCs) are escalating recruitment drives to compensate for personnel losses among conventional forces fighting in Ukraine.[27] The GUR noted that PMCs are actively recruiting prisoners due to a lack of other volunteers, which is consistent with previous reporting that the Wagner Group PMC has been recruiting prisoners from the IK-7 Yablonevka and IK-6 Obukhovo penal colonies in St. Petersburg.[28] The GUR claimed that PMCs are recruiting prisoners irrespective of the nature of their crimes in exchange for full amnesty after serving time on the frontline.

Ég ætla a.m.k. ekki að efa að það sé satt – þ.s. það er haft eftir rússneskum borgarstjóra, að verið sé að ráða sjóliða til landhernaðar!

Hinn bóginn, er afar áhugavert ef þeir fá einungis 30 daga þjálfun, þ.s. sjóliðar hafa allt aðra þjálfun en land-hermenn.

–Almennt er talið, a.m.k. 6 mániði þurfi til nýliðaþjálfunar.

Hin sagan, er höfð eftir leyniþjónustu Úkraínska hersins – getur verið sönn – að verið sé að ráða beint úr rússneskum fangelsum, vegna skorts á vilja rússn. karlmanna til þess að bjóða sig fram til stríðsátaka!

–A.m.k. eru sögurnar -consistent- við þá skýringu, að rússn. herinn þurfi nýtt blóð, því taki hann pásu!

 • En ef virkilega er verið að kalla til, sjóliða án herþjálfunar — 30 daga þjálfun, er pent morð; þ.e. langt langt frá nægileg herþjálfun.
 • Og auðvitað, ráða fanga, efa meira púðri verði varið í að þjálfa þá.

Það að senda fólk til stríðs – nánast algerlega án þjálfunar.

Er auðvitað ekki gert, nema her virkilega skorti alvarlega liðsmenn!

–Að ráða fanga, hefur stundum verið gert í hernaði, en þ.e. nýstárlegt að þjálfa þá nánast ekki.

Það kemur í ljós, hvenær Rússar hefja sókn að nýju!

En -recruitment drive- er -consistent- við þá söguskýringu, manntjón hafi verið mikið.

Því lengri sem pása Rússa verður, því betri verða sannanir um mikið manntjón!

 1. Ég tel enn, að möguleikar Úkraínu í þessu stríði, séu bærilegir.
 2. Sannarlega, hafa Rússar ennþá – the initiative.

Hinn bóginn, er það ekki að öllu leiti neikvætt – þ.s. Úkraínumenn, þurfa auðvitað að vinna stríðið með því að drepa óvinaherinn, og það gerist ekki nema herirnir berjist.

Að sjálfsögðu trúi ég í engu, fáránlega lágum mannfalls-tölum sem Rússar gefa upp.

Auðveldar er að komast að mannfalli Úkraínu, sem viðurkennir þúsunda manntjón, í orrustum sl. 2ja mánaða!

Ég geri ráð fyrir að mannfall Rússa, hafi alls ekki verið minna.En líklega meira!

 • En, pása, og nýtt – recruitment drive – vera ráða sjóliða veita þeim einungis 30 daga undirbúning, og ráða fanga – kannski veita þeim sama tíma!
 • Eru allt, vísbendingar að Rússa hafi skort lið, til að halda sókn áfram!

Kannski þíði það — að sókn Rússa taki 30 daga pásu, þá fái sjóliðarnir að spreyta sig, og fangarnir!

Hér er annar vefur sem nefnist:Military.net! Ath. er á Twitter.

Skv. þeim vef:

Ukrainian President Zelensky ordered the Ukrainian Armed Forces to re-estabilish control over the coastal regions of southern Ukraine. The General Staff now prepares an offensive plan and says that up to one million Ukrainian soldiers might be ready to participate in the offensive.

 1. Þetta kemur mér ekki á óvart – en ég hef reglulega nefnt það, að Úkraínumenn eru að þjálfa nýjan her. M.ö.o. almenn herkvaðning við upphaf stríðs.
 2. Karlmenn fengu ekki að fara frá Úkraínu, flóttamenn voru konur – börn og eldra fólk. Karlmenn á herskyldualdri allir kvaddir til herþjónustu.

Hef reglulega bent á, að Zelensky nefndi tölu upp á rýflega milljón!

Hinn bóginn, hefur lítið fréttst af þessum her í þjálfun!

 • Hefðbundið viðmið herja, er 6 mánuðir þurfi til – nægilegrar lágmarks þjálfunar.
 • Úkraína hefur verið að þjálfa sinn nýja her — nú í 4 mánuði.

Það kemur mér ekki á óvart, að Úkraína fyrirhugi, sókn á nk. 2-mánuðum!

 1. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að Úkraína sé með biðleik!
 2. Hlutverk standandi hers Úkraínu, sé að halda – tefja Rússa.

Þetta sé sami atvinnu-herinn, sem hefur barist í Luhansk/Donetsk síðan 2014.

Hans hlutverk, sé ekki að vinna stríðið – heldur að halda velli, en samtímis halda Rússum eins best og sá her getur!

Mér virðist, öll bardaga-aðferð Úkraínuhers, benda til þessa!

 1. Þ.s. óþekkt hvernig nýr Úkraínuher er vopnum búinn.
 2. En rökréttast væri, hann fengi Vestræn vopn.

Það þurfi hvort sem er að þjálfa á þau vopn — gamla atvinnu-herinn, ef sá her fengi þau.

Rökréttast, að slá tvær flugur, og þjálfa nýja herinn á þau vopn!

–Meðan, gamli herinn noti þau vopn og nýti upp til agna, sem sá her þekki.

 • Ef það hefði ekki verið fyrir, að Úkraínumenn virðast hafa klárað 152mm fallbyssukúlur, þannig gömlu fallbyssurnar eru nær ónothæfar.
 • Hefði ekki þurft, að láta gamla herinn fá NATO fallbyssur að einhverju leiti strax.

En þetta – að Úkraínuher hefur klárað 152mm kúlur – er líklega af hverju Rússar geta í dag sókt fram! M.ö.o. ástæða þess, Rússar hafa nú – stórskotaliðsforskot!

En ég er viss, þetta sé einungis tímabundið ástand!

Um leið og — nýi herinn sé fullþjálfaður, er stríð hefur staðið 6 mánuði.

Mæti hann til átaka, og ég er sæmilega viss — að stóru NATO sendingarnar á vopnum, fara til þess hers. Og að, yfirburðir NATO stórskota-vopna muni þá eftirmynnilega koma fram!

Ég á fulla von á því, að mikil breyting sjáist á stríðinu, ca. undir lok sumars!

Ég er ekki viss, að sókn Rússa, reiknað er með í Donetsk, fari yfir höfuð af stað.

 1. En undir lok sumars, ef væntingar eru réttar – verður Úkraínuher a.m.k. 3-svar sinnum fjölmennari en hinn rússn. innrásarher.
 2. Samtímis, geri ég ráð fyrir, að það komi í ljós — að stóru NATO vopnasendingarnar fóru rökrétt, til nýja hersins.

Staðan við Khersons, nær óbreytt nú í tvær vikur! Blátt sókn Úkraínu!

NATO stórskota-vopn eru mun betri, en rússn. stórskotavopn:

 1. 30km. drægi með venjulegum kúlum – en við erum samt að tala um -precision munition- þ.e. með stýriugga og GPS miðun, þ.e. kúlurnar leiðrétta miðið á fluginu, er þíði nákvæmni í cm.
 2. 40km. drægi, með kúlum er hafa litla vængi, er gefa svif er lengir drægi í 40km. Aftur stýriuggar og GPS miðun.
 3. Rocket assisted, hámark 70km. – aftur stýriuggar og GPS miðun.

Gömul Sovésk smíðuð vopn – hafa 20km. drægi – ekki með precision munition þannig nákvæmni er mæld í metrum.

–Rússar eiga lítið magn af nýrri vopnum með 30km drægi, en heimildir herma þeir hafi klárað öll precision munition hvort sem er — þannig nákvæmni sé þá mæld í metrum.

 • Nákvæmnis vopn NATO, ættu að auðveldlega – að hafa sigur í stórskota-einvígum, þannig að — stórskota-lið Rússa, ætti með hraði bíða stórtjón.

  Loks þegar nægilegt magn, NATO – stórskota-vopna loks kemst í átök.

Ég er skv. þessu, bærilega bjartsýnn um framvindu stríðsins – þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3-mánuði, er hafi loks náð 10% af Luhansk héraði er var síðasta vígi Úkraínu þar!

Ég er á því, að Úkraína sé með biðleik í stríðinu, þangað til – annar her þeirra er tilbúinn, og fullbúinn vopnum!

Þá á ég von á að Úkraína blási loks til stórsóknar. Kannski nærri Kherson!

Niðurstaða

Þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3 mánuði, er ég ágætlega vongóður um hagstæð stríðslok fyrir Úkraínu; enda blasað við að Úkraína hefur fylgt þeirri -strategíu- að verjast!

Eins og mér hefur verið bent á, þá þíðir það að Rússar halda enn frumkvæði.

Hinn bóginn, sé það greinilega val Úkraínu að spara sitt lið eins og þeir geta!

Samtímis, og þeir halda eins miklu og her Úkraínu er hefur tekið þátt í bardögum framast ræður við; auk þess að leitast sé við að selja sérhvern spöl af landi dýru verði.

Ég hef vitað af því allan tímann, Úkraína er að þjálfa nýjan her.

Tölur um stærð hans eru á reiki, óljóst talað um rýflega milljón.

Þ.e. ekki endlega óhugsandi, þ.s. íbúar Úkraínu eru rýflega 40 milljón.

Og allir karlmenn á herskyldu-aldri voru kvaddir í herinn.

Einhverra hluta vegna, hefur Pútín ekki enn – fyrirskipað almennt herútboð.

Úkraína hefur því, 4 mánaða forskot á að þjálfa það lið!

–Úkraínumenn, hafa ekki – eins og Rússar virðast gera, notað lítt til ekki þjálfað lið.

Þess í stað, hafa þeir greinilega beðið með að nota nýja herinn, þar til hann er tilbúinn.

Ég á ekki von á honum til átaka, fyrr en 6 mánaða hefðbundnu þjálfunarferli er lokið.

Stríðið hófst undir lok febrúar – það þíðir, nú er 4 og hálfur mánuður!

–Undir lok ágúst, ætti nýji herinn vera tilbúinn.

 • Það getur þítt, Rússar fái eina sókn til viðbótar.
 • Þ.s. ef sókn Rússa hefur sig af stað, í Donetsk.

Eftir það, á ég von á því að stríðið taki verulegum breytingum.

Þegar NATO vopnaður — annar her Úkraínu, mætir til átaka.

Þá verður herafli Úkraínu – meir en 3-falt fjölmennari en Rússa-her í Úkraínu.

Og þá geri ég ráð fyrir, að Úkraína hafi bæði nægan mannafla, og vopn.

Til að hefja stórsókn — þannig frumkvæðið flytjist yfir undir lok sumars.

Þ.s NATO stórsskota-vopn eru mun betri, tel ég stókn Úkraínu, ætti að eiga ágæta möguleika, þegar fara saman — betri vopn, og 3-falt ofurefli liðs.

Kv.


Fyrri fréttÓráðherra?
Næsta fréttBæn dagsins.
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir