i-vitahring-vinnutimastyttingar

Í vítahring vinnutímastyttingar

Starfsfólks sjúkrahússins hefur verið undir miklu álagi.

Starfsfólks sjúkrahússins hefur verið undir miklu álagi. mbl.is/Þorgeir

„Ekki hefur tekist að manna allar stöður vegna styttingar vinnuviku hjá vaktavinnufólki en sú kjarasamningsbundna breyting fól í sér aukningar á stöðugildum sem þýðir að við minni vinnuskyldu þarf að manna það gat sem skapast með aukavöktum en fyrir eru margar aukavaktir vegna Covid-19-faraldursins, skammtíma- og langtímaveikinda. Slíkt skapar aukið álag,“ skrifar Hildigunnur Svavarsdóttur, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), á heimasíðu spítalans.

Hún segir að stjórnendur á SAk taki undir áhyggjur Landspítala af vítahring mönnunar og álags í heilbrigðiskerfinu. Starfsmenn spítalans hafi tekið á sig þrotlausa aukavinnu með tilheyrandi álagi í kórónuveirufaraldrinum. Biðlistar hafi lengst og mikil vinna sé fram undan við að takast á við þau verkefni.

Ekkert svigrúm til breytinga

Hildigunnur segir í samtali við Morgunblaðið að hjá þeim á SAk hafi ekki verið mikið svigrúm til að mæta styttingu vinnuvikunnar. Búið var að hagræða eins og hægt var varðandi vinnutíma dagvinnumanna áður en styttingin tók gildi. Þegar það gerðist varð niðurstaða vinnuhópa sú að flestir nýttu vinnutímastyttinguna að fullu.

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Morgunblaðið/Margrét Þóra

„Þetta eru sérhæfð störf og færri um verkin í litlum einingum. Það er ekki auðvelt að bæta við í svo sérhæfðum störfum án þess að það kosti eitthvað,“ segir Hildigunnur. Stytting vinnuvikunnar samsvarar 10% skerðingu á vinnuframlagi.

Nánar er rætt við Hildigunni í Morgunblaðinu í dag.


Posted

in

by

Tags: