-3 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Íbúafjöldi í Grímsey tvöfaldast

Skyldulesning

Ufsaveiði hefur verið afar góð við eyjuna og hafa bæði …

Ufsaveiði hefur verið afar góð við eyjuna og hafa bæði Björn EA 220 og Þorleifur EA 88 prýtt topp 10 lista Aflafrétta síðustu vikur.

Ljósmynd/Friðþjófur Helgason

Óvenju mannmargt hefur verið í Grímsey í haust, en fjölmargir Grímseyingar sem jafnan halda til lands á haustin hafa ákveðið að dvelja í eynni í vetur. Þar á meðal eru börn og unglingar sem hafa sinnt námi í fjar- og heimakennslu. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar. 

Á sumrin dvelja yfirleitt upp undir 100 manns í Grímsey en fækkar verulega yfir vetrartímann þegar þar dvelja oftast á bilinu tíu til tuttugu manns. Í nóvember brá hins vegar svo við að það voru 35 til 40 á svæðinu. Þar af voru sex til átta börn á leik- og grunnskólaaldri og tveir til þrír framhaldsskólanemar.

Búið er að ráðast í miklar framkvæmdir í Grímsey sem koma munu til góðra nota næsta sumar. Til að mynda hefur verið komið upp líkamsræktaraðstöðu í félagsheimilinu í Grímsey, sem komin er í gagnið. Þá hefur verið skipt um alla kúpla í götuljósum auk þess sem uppsetningu á grillhýsi við tjaldsvæðið er nú lokið.

Innlendar Fréttir