7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Í­búar orðnir lang­þreyttir á gríninu og breyta nafni bæjarins

Skyldulesning

Erlent

Íbúar Fucking telja um hundrað. Bæinn er að finna nokkuð norður af Salzburg.
Íbúar Fucking telja um hundrað. Bæinn er að finna nokkuð norður af Salzburg.
Getty

Íbúar í austurríska bænum Fucking hafa ákveðið að breyta nafni bæjarins eftir að hafa verið skotspónn grínista í netheimum um margra ára skeið. Frá áramótum mun bærinn bera nafnið Fugging og er ljóst einhverjir munu syrgja nafnabreytinguna.

Nafn bæjarins, sem er að finna norður af Salzburg, nærri landamærunum að Þýskalandi, hefur leitt til straums ferðamanna í gegnum árin sem hefðu líklegast alla jafna ekki lagt leið sína þangað.

En þetta óheppilega nafn, sem hefur þó verið notað í um þúsund ár, hefur einnig leitt til þess að óprúttnir aðilar hafi ítrekað stolið götuskiltum með nafni bæjarins og hefur kostnaður við endurnýjun fallið á bæjarbúa. Sömuleiðis hefur verið talsvert ónæði af gestum sem hafa látið mynda sig við skiltin.

Andrea Holzner bæjarstjóri greindi frá því í gær í samtali við Ö24 að ákvörðun hafi verið tekin um að nafni bæjarins skyldi breytt í Fugging frá og með 1. janúar næstkomandi.

Alls búa um hundrað manns í Fucking og hefur meirihlutinn lengi þrýst á um nafnabreytingu.

Það var fyrst með komu internetsins sem augu fólks fóru að beinast að Fucking, sem hafði fram að því að mestu sloppið við athygli heimsbyggðarinnar. Var bænum ítrekað komið fyrir á listum yfir bæi með óheppileg nöfn, og skipaði raunar oft á tíðum efsta sæti slíkra lista.

DW segir frá því að Fugging lýsi betur framburði heimamanna á bæjarheitinu. Enn hafa ekki borist fréttir af því hvaða áhrif nafnabreytingin kunni að hafa á nágrannabæina Oberfucking og Unterfucking.


Tengdar fréttir


Íbúar í kanadíska smábænum Asbestos hafa náð saman um nýtt nafn á bænum og þar með sagt skilið við nafnið sem það fékk á námuvinnsluárum á átjándu öld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir