5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Iðnaðarmenn að störfum að næturlagi – Drasl á akbraut

Skyldulesning

Klukkan 00.41 var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um iðnaðarmenn sem væru að störfum í vesturbæ Reykjavíkur og fylgdi framkvæmdum þeirra töluverður hávaði sem truflaði nágranna.  Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um töluvert af drasli á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku og var það sagt loka tveimur af þremur akreinum. Þegar lögreglan kom á vettvang skömmu síðar var búið að fjarlægja draslið.

Árekstur varð í Bústaðahverfi á sjötta tímanum í gær, engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar voru óökufærar og þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreið.

Á fyrsta tímanum í nótt fékk leigubifreiðastjóri aðstoð í Hlíðahverfi en viðskiptavinur vildi ekki greiða áfallið aksturgjald.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Þar voru unglingar að verki og var málið afgreitt með aðkomu forráðamanna þeirra. Á þriðja tímanum í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í Breiðholti en sá reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Innlendar Fréttir