Iðnaðarmenn gerðu óvænta uppgötvun undir verslunarmiðstöð – Leyndarmálið sem hafði gleymst – DV

0
77

Þegar iðnaðarmenn unnu við endurbætur á verslunarmiðstöð í Loughborough á Englandi gerðu þeir óvænta uppgötvun og komust þá að leyndarmáli sem hafði gleymst. Það sem þeir fundu var inngangur að gömlum bar. Undir gólfflísum leyndist hola sem náði nokkra metra niður og þegar komið var alveg niður blasti við gamall bar að nafni The Green Man.

Þetta er magnað. Var nánast eins og hann hefði verið opinn daginn áður því barinn var ósnertur sem og málverk á veggjum.

Hann hefur varðveist vel. Barnum var lokað 1993 þegar verslunarmiðstöðin var byggð. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að láta barinn vera áfram á sínum stað og loka fyrir innganginn og byggja ofan á hann. Síðar var verktölum boðið að standsetja barinn en þeir töldu verkefnið of dýrt og því varð aldrei neitt úr því.

Og þá er bara að fá sér einn á barnum.