Íhugar framboð til forseta Íslands…

0
400

Þau stórtíðindi bárust blm Krummans nú rétt í þessu að okkar ástsæli vaktformaður Brynjólfur Stefánsson lægi nú undir feldi og íhugaði sterklega framboð sitt í komandi forsetakosningum í sumar.

Blm náði tali af Brynjólfi eða Binna eins og hann kýs að vera kallaður og staðfesti hann þetta.

„Jú ég get staðfest það að ég er að hugsa minn gang, það hafa fjölmargir bæði leynt og ljóst, komið að máli við mig og hvatt mig til setu á Bessastöðum. Og miðað við allan fjöldann sem að mér hefur sótt, get ég ekki annað en allavega hugsað þetta, skárra væri það nú!

„Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér verulega á óvart að fólk geti hugsað sér mig sem forseta Íslands… ekki það að ég veit ég myndi rúlla þessu upp, það er ekki spurning!

Meira að segja Dóri aldavinur minn og fóstbróðir telur að ég muni sóma mér vel sem forseti lýðveldisins. Enda hef ég hugsað hann sem kosningastjóra og mína hægri hönd ef af verður.“

Eins og áður hefur komið fram liggur Binni undir feldi og lofaði blm Krummans því að Krumminn yrði fyrstur til að frétta af ákvörðun hans sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum…

Krumminn styður Brynjólf heilshugar skyldi hann velja Bessastaði frekar en stýrimannsstöðuna á Hrafni Sveinbjarnarsyi GK 255 þar sem hann starfar.

„Það yrði erfitt að kveðja þennan vinnustað en Íslandi allt…. Land og þjóð gengur að sjálfsögðu fyrir. Og einkunnarorðin fyrir framboðið liggur alveg ljóst fyrir….

Bullið burt…. Binna á Bessastaði!

 

Krumminn mun að sjálfsögðu fylgjast vel með og uppfæra lesendur um leið og atburðir gerast….