4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Indriði Áki í Fram og lykilmenn framlengja

Skyldulesning

Indriði Áki Þorláksson hefur skrifað undir hjá Fram og kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Indriði er ekki ókunnugur Fram því hann lék með liðinu 2015 – 2017. Indriði hittir fyrir hjá Fram tvíburabróðir sinn Alexander en þeir bræður hafa aldrei leikið á sama tíma fyrir sama félag í meistaraflokki.

Hlynur Atli Magnússon hefur verið fyrirliði Fram og skrifaði undir nýjan samning. Hlynur er uppalinn Framari og hefur leikið 152 leiki fyrir Fram í deild og bikar. „Hlynur hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu undanfarin ár og því afa mikilvægt að hann hafi skrifað undir tveggja ára framlengingu samnings,“ segir á vefsvæði Fram.

Jökull Steinn Ólafsson er uppalinn hjá Fram og lék sína fyrstu leiki í deild/bikar fyrir félagið 2018 og hefur síðan þá leikið 38 leiki fyrir Fram í deild og bikar. Jökull getur leyst nokkrar stöður á vellinum og hefur nú skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Fram.

Kyle McLagan kom til Fram á miðju síðasta tímabili og hefur nú gengið frá framlengingu á samningi sínum og verður því með liðinu á komandi tímabili. Kyle kom til Fram frá Roskylde FC í Danmörku þar sem hann lék frá árinu 2018. Hann er miðvörður.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir