2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Inflúensa breiðist út

Skyldulesning

Inflúensugreiningum hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur fjölgað undanfarnar vikur.

Inflúensugreiningum hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur fjölgað undanfarnar vikur. AFP

Inflúensugreiningum hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur fjölgað undanfarnar vikur.

Þetta kemur fram á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem segir að líklegt sé að eiginlegur faraldur sé yfirvofandi en þó sé útilokað að fullyrða um það.

Þar segir að álag vegna Covid-19 sé nú mikið á heilbrigðisstofnunum og að full ástæða sé til að hindra að inflúensufaraldur breiðist út.

Bólusetning sé mikilvæg

Heilsugæslan segir bólusetningu mikilvæga til að draga úr alvarlegum inflúensuveikindum. Hægt er að mæta á heilsugæslustöð án tímapöntunar til að fá bólusetningu.

Gert er ráð fyrir að bólusetning veiti að minnsta kosti 60 til 70 prósent vörn gegn sjúkdómnum og verður hann vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast.

Sóttvarnarlæknir leggur áherslu á að sem flestir fari í bólusetningu og þá sérstaklega þeir sem tilheyra áhættuhópum. Hætta á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er mest meðal aldraðra og fólks með bælt ónæmiskerfi.

Fólk gæti að persónubundnum sóttvörnum

Þá séu persónubundnar sóttvarnir mikilvægar, það er handhreinsun og grímunotkun auk þess að mæta ekki til vinnu eða í fjölmenni sé einstaklingur með einkenni.

Sjúkdómurinn einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir