6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Innbrotsþjófar á ferð – Handtekinn vegna brots á reglum um sóttkví

Skyldulesning

Á fjórða tímanum í nótt vaknaði húsráðandi á höfuðborgarsvæðinu upp við hávaða í húsi sínu. Þar var ókunnug stúlka komin inn. Hún hljóp út þegar hún varð húsráðanda vör. Skömmu síðar var tilkynnt um tvo aðila inni í íbúð sem átti að vera mannlaus. Þeir voru farnir er lögreglan kom á vettvang en höfðu skilið kúbein eftir.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem átti að vera í sóttkví en neitaði að fara eftir reglum um það. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um stuld á bifreið. Hún fannst skömmu síðar, mannlaus. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ölvuðum manni, sem var blautur og kaldur, ekið í gistiskýlið.

Í gærkvöldi fauk innkaupakerra á bifreið og skemmdist bifreiðin við það. Umferðarslys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi, minniháttar líkamstjón varð. Fjarlægja þurfti bifreiðarnar af vettvangi með dráttarbifreið.

Um klukkan 22 var tilkynnt um líkamsárás í austurhluta borgarinnar. Vitað er hver árásaraðilinn er og er málið í rannsókn.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í austurborginni. Það reyndust vera menn að bera út póst.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir