2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Innbrotsþjófar hlupu á brott

Skyldulesning

Enginn gaf sig fram við lögregluna þegar hún ætlaði að …

Enginn gaf sig fram við lögregluna þegar hún ætlaði að skerast í átök í Austurbænum. mbl.is/Ari

Um klukkan hálf eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um átök á bar í Austurbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði gaf sig enginn á tal við lögregluna vegna átakanna. 

Málið verður því ekki rannsakað frekar, er kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Klukkan hálf tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi. Þegar íbúar hússins urðu varir við innbrotsþjófana hlupu þeir á brott.

Þá voru nokkrir aðilar aðstoðaðir af lögreglunni við að komast heim „eftir að þeir höfðu gengið of hratt um gleðinnar dyr“. 

Einnig var brotist inn í fyrirtæki um klukkan hálf tvö. Búið var að taka einhverja muni úr fyrirtækinu þegar lögreglan mætti á vettvang og er málið í rannsókn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir