Innlent | mbl | 14.3.2022 | 6:16
Lögreglustöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna tilraunar til innbrots í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að innbrotsþjófinum hafi ekki tekist að komast inn í húsnæðið en skildi eftir sig skemmdir á glugga.
Þá var aðili staðinn að því að fara inn í húsnæði í Austurborginni um klukkan þrjú í nótt. Er hann grunaður um að hafa verið í innbrotaleiðangri og er málið í rannsókn.
Lögreglunni bárust í nótt þónokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir og tilkynningar um minniháttar mál.