4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Innflutningur, tollar eða ekki tollar.

Skyldulesning

Enn berast fregnir af glímu landbúnaðarins við afleiðingar COVIT-19.

Tollafrumvarp landbúnaðráðherra bíður afgreiðslu Alþingis innflytjendum kjötvara til takmarkaðrar ánægju. Þeir vilja innflutning án takmarkana, en virðast þó vera nokkuð sáttir með samningana sem gerðir voru fyrir fimm árum af þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins.

Gera má ráð fyrir að heldur vildu þeir þó að staðan væri sú, að þeir gætu framfylgt hugsjón sinni til fulls og gætu flutt inn eins hugur þeirra stendur til, þ.e. án takmarkana.

Nú er Framsóknarflokkurinn aftur kominn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og landbúnaðarráðherrann kemur frá þeim flokki og í hans hlut kemur að minnka afleiðingarnar af framsóknarsamningnum og flokksbræður landbúnaðarráðherrans í verslunarstétt eru óhressir.

Pólitíkin er skrítin skepna og landbúnaðarpólitík helmingaskiptaflokkanna illskiljanleg.

Allt fer í hring að sagt er og því megum við gera ráð fyrir, að til þess muni koma fyrr en varir að við sjáum landbúnaðarráðherra af framsóknargerð poppa upp í Sjónvarpi allra landsmanna með yfirlýsingu um að nú sé allt orðið gott:

Hann sé búinn að gera samning við ESB-ið um að blessuðum heildsölunum sé heimilt að flytja inn tollfrjálst eða tolllítið kjöt og osta þjóðinni til blessunar.

Hve lengi þessi hringekja mun snúast er ekki gott að segja, en þó má reikna með að það verði svo lengi sem viðkomandi pólitíkusar pólera ráðuneytisstóla með botni sínum. Og það eru kjósendur sem þeirri tímalengd ráða.

Sú andategund er seinþreitt til vandræða og því getur biðin eftir breytingum orðið löng.


Innlendar Fréttir