6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Inter rúllaði yfir spútnikliðið

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar


Sanchez á skotskónum.
Sanchez á skotskónum.
vísir/Getty

Inter Milan hristi af sér vonbrigði vikunnar í Meistaradeild Evrópu með sannfærandi útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Strax á 4.mínútu var Alexis Sanchez búinn að koma gestunum yfir eftir undirbúning Lautaro Martinez. Tíu mínútum síðar varð Vlad Chiriches fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á 60.mínútu gulltryggði Roberto Gagliardini sigur Inter með marki eftir stoðsendingu Matteo Darmian.

Lokatölur 0-3 fyrir Inter og lyfta þeir sér þar með upp fyrir Sassuolo í 2.sæti deildarinnar þar sem þeir hafa tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í AC Milan sem tróna á toppnum.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir