0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Írar fylgja í fótspor Dana

Skyldulesning

Erlent

Í Danmörku á að lóga hátt í 14 milljónir minka vegna afbrigðis kórónuveirunnar.
Í Danmörku á að lóga hátt í 14 milljónir minka vegna afbrigðis kórónuveirunnar.
Getty

Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Írsk stjórnvöld fylgja þar í fótspor Dana, en fjórtán milljónum minka verður lógað í Danmörku eftir að afbrigði kórónuveiru greindist í minkum á fjölda minkabúa. Veiran barst úr minkunum og í mannfólk.

Umfang minkaræktunar á Írlandi er miklu minna en í Danmörku, en einungis er um þrjú bú að ræða – í Laois, Kerry og Donegal.

Heilbrigðisyfirvöld víðs vegar um heim hafa lýst yfir áhyggjum af því að þetta afbrigði veirunnar kunni að hafa neikvæð áhrif á virkni bóluefnis.

Það er Tony Holohan, landlæknir Írlands, sem ráðlagði landbúnaðarráðherranum að réttast væri að aflífa dýrin.

Talsmaður loðdýrabænda á Írlandi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og segja ákvörðunina tekna án þess að sýnt hafi verið fram á vísindalegan eða lagalegan grunn. Í Danmörku hafi minkabúin mörg verið í návígi hvert við annað, en það eigi ekki við um írsku minkabúin þrjú.


Tengdar fréttir


Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir