8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Ísabella Anna áfram hjá Þrótti

Skyldulesning

Ísabella Anna Húbertsdóttir verður áfram hjá Þrótti í pepsi-max deild kvenna. Þetta kemur fram hjá Fótbolta.net.

Ísabella, sem er fædd árið 2001, var á láni hjá Þrótti frá Val í sumar. Hún spilaði 15 leiki í deild og bikar. Hún hefur spilað níu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Þær Stephanie Riberio og Laura Hughes sem spiluðu báðar fyrir Þrótt í sumar verða ekki áfram hjá félaginu. Fótbolti.net segir einnig frá þessu. Þær spiluðu báðar alla leiki liðsins og skoruðu samtals 12 mörk.

Stephanie hefur gengið til liðs við HB Köge í Danmörku og Laura er farin í heimaland sitt Ástralíu þar sem hún mun spila með Canberra United.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir