-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Ísak Bergmann kallaður inn í A-landsliðið

Skyldulesning

Fótbolti

Ísak Bergmann hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíþjóð á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið kallaður inn í A-landslið Íslands.
Ísak Bergmann hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíþjóð á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið kallaður inn í A-landslið Íslands.
SVT

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Þetta staðfesti Norrköping, félag hans í Svíþjóð, nú rétt í þessu með færslu á samfélagsmiðlum sínum.

Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekkert gefið út og gæti verið að Ísak Bergmann komi til liðs við íslenska liðið í Englandi en hann er sem stendur staddur á Írlandi með U21 árs landsliði Íslands. 

Ísak Bergmann var í byrjunarliði U21 árs landsliðsins í svekkjandi 2-1 tapi gegn Ítalíu á dögunum. Var það hans þriðji leikur fyri U21 árs liðið. Hann hefur aldrei verið hluti af hóp A-landsliðsins til þessa.

Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld og svo Englandi á miðvikudaginn. Verða það síðustu leikir Erik Hamrén sem þjálfara liðsins en hann staðfesti á blaðamananfundi í dag að hann myndi segja starfi sínu lausu að þeim leikjum loknum.

KSÍ birti myndi af æfingu liðsins í dag og Ísak Bergmann er hvergi sjáanlegur á þeim myndum.

A few pics from the training session at Parken stadium in Copenhagen this morning. The boys are recovering from the play-off defeat vs Hungary and will be ready to face Denmark on Sunday. #fyririsland pic.twitter.com/8z9nbU1SOD

— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 14, 2020

Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir


Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni.


Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur.


Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður.


Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 


Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir