4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Ísak Bergmann sagður kosta tæpa 2 milljarða

Skyldulesning

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er Juventus í bílstjórasætinu um Ísak Bergmann Jóhannesson 17 ára íslenskan knattspyrnumann. Ísak hefur slegið í gegn með sænska félaginu Norrköping á þessu ári.

Ísak sem ólst upp á Akranesi hefur spilað með sænska félaginu síðustu tvö ár, hann hefur verið lykilmaður hjá Norrköping og einn besti leikmaður sænsku deildarinnar.

Fjöldi stórliða hefur áhuga á Ísaki en enska blaðið Mirror segir að Juventus leiði kapphlaupið. Real Madrid, Liverpool og Manchester United hafa fylgst með framgöngu hans í ár.

Ensk blöð segja að Ísak muni kosta í kringum 10 milljónir punda eða 1,8 milljarð íslenskra króna. Norköpping sé tilbúið að taka tilboði sem gefi félaginu 5 milljónir punda í vasann um leið og Ísak fer og svo verði hinn helmingurinn árangurstengdur.

Talið er næsta víst að Ísak Bergmann verði seldur frá Norrköping í janúar en þá gæt stór upphæð farið til ÍA, uppeldisfélags hans.

Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær hrífist af Ísaki og að Manchester Untied hafi nú í tæpt ár fylgst með framgöngu hans. Ísak er stuðningsmaður Manchester United en hann bjó í borginni þegar Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans lék með Burnley og Huddersfield.

Ísak lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum þegar Ísland tapaði á Wembley gegn Englandi.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir