6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Ísland fer á EM!

Skyldulesning

Íslenska kvennalandsliðið er komið í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi 2022.

Íslenska liðið kemst beint í lokakeppnina sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti. Ísland var í F-riðli og endaði í öðru sæti með 19 stig. Svíþjóð sigraði riðilinn.

Íslenski hópurinn gat þó ekki fagnað EM sætinu strax að leik loknum. Þær þurftu að bíða eftir því að sjá úrslitin í leik Belgíu og Sviss sem leika í H-riðli. Ísland þurfti að treysta á að annað hvort liðið myndi sigra leikinn.

Belgía sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Sviss endar í öðru sæti með 19 stig eins og Ísland en Ísland er með betri markatölu.

Stelpurnar sigruðu Ungverjaland fyrr í dag með einu marki gegn engu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sigurmark Íslands.

Þetta er fjórða sinn í röð sem Ísland verður í lokakeppni EM. Þær komust einnig í lokakeppnina árið 2009, 2013 og 2017.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir