7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Ísland hríðfellur á lista FIFA – Verða í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Ísland fellur um sjö sæti á lista FIFA sem kom út í dag og er íslenska liðið í 46 sæti á nýjum lista eftir þrjú töp í nóvember.

Ísland tapaði gegn Ungverjaland, Danmörku og Englandi í síðasta verkefni Erik Hamren sem hefur hætt störfum.

Þessi niðurstaða á listanum hefur áhrif á stöðu Íslands þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Nú er ljóst að Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki.

Belgía situr áfram á toppi listanum, Frakkland er í öðru sæti og Brasilía í því þriðja. England situr í fjórða sæti FIFA listans.

Ljóst er að Ísland hefur leik í undankeppni HM á þremur útileikjum í mars á næsta ári og mun enda riðlakeppnina á tveimur útileikjum í nóvember. Sökum Laugardalsvallar getur Ísland og fær í raun ekki leyfi frá UEFA til að spila heimaleiki á vellinum yfir vetur.

Allir útileikir Íslands verða því spilaðir í tveimur gluggum en heimaleikirnir fara fram í september og október. Þrír heimaleikir í september og tveir í október ef Ísland endar í sex liða riðli. Fimm riðlar verða með fimm liðum og fimm riðlar með sex liðum.

Ísland gæti orðið heppið með drátt og átt góðan möguleika á sæti á Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022 en liðið gæti líka endað í dauðariðli sem erfitt væri að komast upp úr. Hér að neðan má sjá mögulega riðla o

Dauðariðill Íslendinga


Belgía


Sviss


Ísland


Albanía


Kasakstan


Moldóva

Besti mögulegi riðilinn


Holland


Rúmenía


Ísland


Lúxemborg


Andorra


San Marínó

Leikdagar:


Leikdagar 1-3 Mars 2021


Leikdagar 4-6 September 2021


Leikdagar 7-8 Október 2021


Leikdagar 9-10 Nóvember 2021


Umspil Mars 2022

Svona eru styrkleikaflokkarnir:


1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland.

2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía.

3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland.

4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg.

5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra.

6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir