5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Ísland komið í ruslflokk eftir hræðilegan árangur

Skyldulesning

Ísland er komið í hóp lélegustu þjóða í Evrópu þegar kemur að deildarkeppni karla í uppfærðum lista UEFA er varðar styrkleika í Evrópukeppnum.

Hræðilegur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum hefur orðið til þess að íslenska deildin er fjórða slakasta knattspyrnudeild í Evrópu.

Aðeins San Marínó, Andorra og Eistland eru með slakari deildir ef miðað er við styrkleikaröðun UEFA. Ísland mun á næsta ári missa eitt af Evrópusætum sínum vegna þesssa árangurs.

Ísland fellur niður listann í ár en Færeyjar og Gíbraltar eru með sterkari knattspyrnudeild en Ísland þessa stundina.

Í knattspyrnuhreyfingunni hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en íslenskt lið vann ekki neinn Evrópuleik í sumar í fjórum tilraunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir