Ís­land mætir Tyrk­landi, Búlgaríu og Úkraínu í for­keppni Ólympíu­leikana – Vísir

0
40

Ís­land mætir Tyrk­landi, Búlgaríu og Úkraínu í for­keppni Ólympíu­leikana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 12:31

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í C-riðli í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París sem fram fara á næsta ári.

Forkeppnin fer fram í sumar og verður Ísland með Tyrklandi, Búlgaríu og Úkraínu í C-riðli. Dregið var í Filippseyjum í dag, en 16 Evrópuþjóðir voru í pottinum.

Leikirnir sem Ísland leikur í forkeppninni í sumar eru hluti af fyrri hluta undankeppninnar fyrir Ólympíuleikana. Þær Evrópuþjóðir sem taka þátt á HM í Indó­nes­íu, Fil­ipps­eyj­um og Jap­an í ág­úst og september á þessu ári þurfa ekki að fara í gegnum fyrri hlutann.

Aðeins tvær af þeim 16 þjóðum sem taka þátt í fyrri hluta undankeppninnar komast í seinni hlutann og þaðan vinna fjórar þjóðir sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum.