7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Ísland þriðja besta landið

Skyldulesning

Ísland, land tækifæranna.

Ísland, land tækifæranna.

mbl.is/Reykjavíkurborg

Alþjóðleg rannsókn á lífsgæðum og aðstæðum fyrir útlendinga bendir til þess að Ísland sé í fremstu röð sem starfsvettvangur fyrir erlent fólk. Norðurlöndin öll komu vel út úr þessum samanburði á 195 löndum heims, svo þar vega greinilega fleiri þættir en veðurfarið þungt. Þar er Ísland í þriðja sæti, en efst trónir Sviss og Danmörk er í öðru sæti.

Samkvæmt rannsókn Blacktower Financial Group flytur flest fólk búferlum til þess að sinna störfum á framandi slóðum til þess að auka lífsgæði sín, svala ævintýraþrá, auka ráðstöfunartekjur og breikka starfsframavonir. Þrátt fyrir að flutningur milli landa sé ekki vandalaus leggja margir hann á sig til þess að kynnast einhverju nýju og byggja upp til framtíðar.

Fyrirtækinu er málið skylt, enda sinnir það einkum fjármálaþjónustu fyrir fólk, sem dvelur um lengri eða skemmri hríð á erlendri grundu. Rétt er því að hafa í huga, að þar er fremur litið til sérfræðinga og stjórnenda en ófaglærðs verkafólks eða farandverkamanna. Í rannsókninni er horft til þátta eins og hamingjustuðuls, meðallauna, framfærslukostnaðar, húsnæðiskostnaðar sem hlutfalls af tekjum, gæða heilbrigðisþjónustu og hversu friðvænlegt þykir í landinu.

Varla þarf að koma á óvart að ekkert land skákar Íslandi um friðsældina og það er ofarlega á blaði yfir hamingjuna. Meðallaunin eru mjög um miðbikið, en hins vegar er framfærslukostnaður sá þriðji hæsti. Húsnæðiskostnaður sem hlutfall af tekjum er aftur á móti með lægra móti. Mörgum kemur sjálfsagt á óvart að gæði heilsugæslu eru alls ekki hátt metin á Íslandi, raunar næstminnst þeirra ríkja, sem eru í 25 efstu sætum listans.

Í efstu 25 sætum voru þessi ríki:

 1. Sviss
 2. Danmörk
 3. Ísland
 4. Noregur
 5. Ástralía
 6. Finnland
 7. Nýja Sjáland
 8. Hollland
 9. Austurríki
 10. Kanada
 11. Singapore
 12. Svíþjóð
 13. Japan
 14. Belgía
 15. Þýskaland
 16. Írland
 17. Katar
 18. Bretland
 19. Frakkland
 20. Bandaríkin
 21. Suður Kórea
 22. S.A. Furstadæmin
 23. Ísrael
 24. Taívan
 25. Spánn
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir