3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Ísland vaknar við eldgosið í Geldingadölum

Skyldulesning

Jón Axel, Kristín og Ásgeir Páll eru í beinni útsendingu …

Jón Axel, Kristín og Ásgeir Páll eru í beinni útsendingu á K100 frá gosstöðvunum.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Morg­unþátt­ur­inn á K100, Ísland vakn­ar, verður í dag send­ur út í beinni út­send­ingu frá eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um, bæði með hljóði og mynd. Útsend­ing­in hefst kl. 7, klukku­tíma síðar en vana­lega, og verður í beinni um allt land á FM-tíðni og einnig á k100.is, mbl.is og Rás 9 í Sjón­varpi Sím­ans.

„Í vik­unni var ákveðið að láta á það reyna að senda heil­an þátt út frá virkri eld­stöð. Eft­ir mikla leit á net­inu hef­ur ekki tek­ist að finna einn út­varpsþátt sem bein­lín­is er með eld­gos í bak­grunni,“ seg­ir Jón Axel Ólafs­son, einn þátta­stjórn­enda ásamt Ásgeiri Páli og Krist­ínu Sif.

Völ­und­ur Snær eld­ar í beinni

„Fjöldi manns kem­ur að verk­efn­inu ásamt okk­ur, tækni­menn, aðstoðarfólk, fjar­skipta­sér­fræðing­ar, ljós­mynd­ar­ar og fleiri,“ seg­ir Jón Axel en Völ­und­ur Snær mat­reiðslu­meist­ari verður með í hópn­um og ætl­ar að miðla af reynslu sinni. Jón Axel seg­ir Völ­und ein­mitt þekkt­an fyr­ir að fara ekki troðnar slóðir þegar kem­ur að matseld við eld­stöðvar.

Útsendinguna í beinni má finna hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir