8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Íslandsbaninn fékk símhringingu frá Zidane

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
vísir/getty

Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai ku vera undir smásjá spænska stórveldisins Real Madrid.

Samkvæmt heimildum þýska fjölmiðilsins Bild hefur Real Madrid þegar hafið viðræður við RB Salzburg með það fyrir augum að kaupa Szoboszlai þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Þar segir jafnframt frá því að Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hafi sjálfur hringt í Szoboszlai til að sannfæra kappann um að velja Real en þýska úrvalsdeildarliðið RB Leipzig, sem er systurfélag Salzburg, leggur mikla áherslu á að fá þennan tvítuga Ungverja yfir til Þýskalands.

Szoboszlai braut hjörtu landsmanna í síðasta mánuði þegar hann tryggði Ungverjum farseðilinn á EM með sigurmarki í uppbótartíma gegn íslenska landsliðinu í Búdapest.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir