6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Íslandsbanki lækkar vexti

Skyldulesning

Bankinn hefur sent út tilkynningu um vaxtalækkun.

Útlánavextir Íslandsbanka munu lækka um allt að 0,25 prósentustig fimmtudaginn 4. desember. Innlánsvextir munu haldast að mestu leyti óbreyttir.

Frá þessu greinir bankinn í tilkynningu.

Segir í henni að yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja muni lækka um allt að 0,25 prósentustig, og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig.

Ergo-bílalán og bílasamningar lækka um 0,15 prósentustig á sama tíma og breytilegir vextir húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig.

Lægstu föstu vextirnir á bankamarkaði

Innlánsvextir haldist eins og áður sagði að mestu leyti óbreyttir en nokkrir reikningar bankans lækki um 0-0,25 prósentustig.

„Íslandsbanki býður áfram lægstu fasta vexti almennra húsnæðislána á bankamarkaði, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra,“ segir í tilkynningu bankans.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir