4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Íslandsbikarinn hefði átt að fara á loft í kvöld

Skyldulesning

Ef Íslandsmótið í knattspyrnu hefði klárast þá hefði lokaumferð Pepsi Max deildar karla átt að fara fram mánudaginn 30. nóvember.

Íslandsmótið í knattspyrnu var flautað af fyrir nákvæmlega mánuði síðan. Pepsi Max deild karla hefði annars átt að klárast í kvöld.

Valsmenn voru krýndir Íslandsmeistarar karla eftir að Íslandsmótinu var hætt föstudaginn 30. október síðastliðinn en titilinn var svo gott sem orðinn þeirra enda með átta stiga forystu á toppi Pepsi Max deildar karla.

Síðustu fjórar umferðirnar verða aldrei spilaðar og bæði KR og Stjarnan áttu einn leik inni að auki.

Lokaumferð Pepsi Max deildarinnar var sett á í kvöld, mánudaginn 30. nóvember.

Síðasti heimaleikur Valsmanna átti því að vera á móti FH á Origo vellinum í kvöld.

Venjan er að Íslandsmeistarabikarinn fari á loft eftir síðasta heimaleik meistaranna sé hann í höfn þá og því hefðu Valsmenn fengið hann afhentan í kvöld. Þetta er 23. Íslandsmeistaratitill Valsmanna og sá þriðji á síðustu fjórum árum.

Það er enn strangar sóttvarnarreglur í gildi á Íslandi og það er því enn bið á því að Valsmenn fái Íslandsbikarinn afhentan. Svo gæti jafnvel farið að bikarafhendingin fari ekki fram fyrr en á nýju ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir