4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Íslandsmet í hljóðbókalestri

Skyldulesning

Þriðjudagur, 1. desember 2020

Íslandsmet í hljóðbókalestri

Þórunn Hjartardóttir hefur lesið heilar 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands eins og tilkynnt var um í dag. Ef hver bók væri fimm klukkutímar væri upptökutíminn 2.500 klukkutímar og þá samsvarar það upp undir einu ári og fimm mánuðum af virkum vinnutíma. En einn klukkutími í hlustun er sjaldnast einn klukkutími við míkrófóninn heldur einn og hálfur og stundum tveir. Ég dáist að úthaldi Þórunnar en ég veit líka að þetta er ofsalega skemmtilegt fyrir rétta fólkið.

Og Þórunn var hljóðvillt um það leyti sem hún lærði fyrst að lesa þannig að nú vitum við að með réttri hjálp er hægt að yfirvinna það.


Berglind Steinsdóttir

Flokkur: Dægurmál |


«
Síðasta færsla

Innlendar Fréttir