7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Íslendingar leituðu mest að þessum orðum á Google árið 2020

Skyldulesning

Á hverju ári gefur leitarvélin Google út lista yfir vinsælustu leitarorðin yfir árið. Það er hægt að skoða leitarvenjur eftir löndum.

Google gefur bæði út leitarorðin sem voru mest slegin inn, og einnig þau sem hafa aukist mest í vinsældum frá árinu áður.

Listinn yfir leitarorðin sem voru mest slegin inn er ekki mjög spennandi eins og sjá má hér að neðan. Íslendingar virðast nota Google til að komast inn á aðrar síður, meira að segja á Google síðuna sjálfa.

Skjáskot/Google

Það ætti að koma fáum á óvart að Covid-19 og kórónuveirufaraldurinn hafi átt vinninginn þegar kemur að vinsælustu leitarorðunum.

Frá fyrsta til fjórða sæti er covid tengd leitarorð. Í fimmta sæti er „veðrið á morgun“.

Skjáskot/Google

Í sjötta sæti er „ferðagjöf“. Svo kemur „covid 19 map“. Í áttunda sæti er netverslunin „footway“. Í níunda sæti er „covid.is“ og svo höfðu Íslendingar einnig mikinn áhuga á bandarísku forsetakosningunum sem féllu í tíunda sæti.

Skjáskot/Google

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir