7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Íslendingarnir atkvæðamiklir í mikilvægum sigri

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu
vísir/getty

Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Liðið heimsótti Ringsted en bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Ribe-Esbjerg vann öruggan sjö marka sigur, 23-30, eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 10-16.

Rúnar Kárason nýtti öll fjögur skot sín í leiknum auk þess að leggja upp tvö mörk. Daníel Snær Ingason skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson bætti einu marki við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir