Íslenska U19 ára liðið komið í úrslitakeppni eftir sigur á æfingasvæði Englands – DV

0
189

U19 ára landslið karla er komið í úrslitakeppni Evrópumótsins eftir sigur á Ungverjalandi í kvöld. Leikurinn fór fram á æfingasvæði enska landsliðsins.

Eftir frækinn sigur á Englandi um helgina var vitað að íslenskur sigur myndi tryggja liðinu áfram.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúman klukkutíma og kom liðinu yfir.

Það var svo Hilmir Rafn Mikaelsson sem tryggði 2-0 sigur með marki í uppbótartíma.

Auk Íslands og Ungverjalands voru England og Tyrkland í riðlinum en íslenska liðið komst áfram.