Íslensku fyrirtækin vekja athygli í Barselóna

0
138

Bás Iceland Seafood hefur verið þétt setinn það sem af er sýningu. mbl.is/Gunnlaugur

Íslensku fyrirtækin hafa vakið töluverða athygli á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barselóna á Spáni, en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Töluverður fjöldi gesta hefur sótt sýninguna en um er að ræða tölvuert fleiri en á síðasta ári þegar fulltrúa frá Asíu og Ameríku vantaði vegna ferðatakmarkanna.

Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna nýta þetta tækifæri til að kynnast nýjungum í greininni en einnig að hitta núverandi viðskiptavini sem og mögulega viðskiptavini framtíðarinnar.

Sölumenn geta kynnt helstu lausnir sem í boði eru. Sérsmíðaðar vélar frá Curio, dótturfélags Marel, eru eftirsóttarverðar. mbl.is/Gunnlaugur

Þá hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, nýtt sér tækifærið til að kynna sér það sem er að gerast í greininni og verður á sýningunni alla þrjá daga sem hún fer fram, en henni lýkur á morgun.

Sýningin er kjörið tækifæri til að kynna helstu nýjunga sem fyrirtæki hafa uppá að bjóða og hafa íslensku fyrirtækin meðal annars kynnt nýja lausn á sviði kælimiðla sem og loðnuhrognabjór svo eitthvað sé nefnt. Viðmælendur blaðamanns segja að um sé að ræða bestu sýninguna til þessa.

Róbótalausnir frá Samey hefur hlotið mikla athygli. mbl.is/Gunnlaugur

Bás Samherja hefur verið vel sóttur og er hann á tveimur hæðum. Ljósmynd/Samherji

Á bás Icelandic Asia, Brims og Útgerðarfélags Reykjavíkur var hægt að fylgjast með veiðum togara frá byrjun til enda á stórum skjám. mbl.is/Gunnlaugur