6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Íslenskukennslan sem er umvafin kærleika

Skyldulesning

Nemendurnir eru duglegir og áhugasamir um að læra málið. Helga …

Nemendurnir eru duglegir og áhugasamir um að læra málið. Helga Vilborg er fremst, önnur frá vinstri.

Íslenskukennsla Sambands íslenskra kristniboðsfélaga er í Kristniboðssalnum við Háaleitisbraut í Reykjavík sjöunda veturinn í röð. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði og tónlistarkennari, tók við kennslunni haustið 2019 og sinnir henni ásamt öðrum kennara. Margir sjálfboðaliðar aðstoða, m.a. kennarar á eftirlaunum, og nýir sjálfboðaliðar eru velkomnir. Yfir 90 nemendur eru skráðir á vormisseri.

„Ég sá um foreldramorgna í tveimur þjóðkirkjusöfnuðum. Við Agnes T. Ragnarsson vinkona mín kynntumst þar mörgum erlendum mæðrum. Þær gátu ekki sótt íslenskunámskeið sem öll voru á kvöldin, auk þess sem ekki mátti koma með börn,“ sagði Helga Vilborg. Hún ræddi þetta við konur í Kristniboðssambandinu og var ákveðið að hefja íslenskukennslu fyrir mæðurnar. Kristín Bjarnadóttir kristniboði og Agnes komu námskeiðunum af stað. Kennsluna sóttu í upphafi aðallega mæður með ung börn. Svo fór þetta að spyrjast út og fleiri bættust í hópinn.

„Nú er meiri hluti nemenda flóttamenn og hælisleitendur. Konur eru enn í miklum meiri hluta og börn eru alltaf velkomin með foreldrum sínum,“ sagði Helga Vilborg. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir