Íslenskur styrjukavíar á markað

0
132

Hvítstyrja er forsögulegur fiskur og með elstu fisktegundum heims. Ljósmynd/Eugene Sergeev

Hægt verður að bragða á íslenskum ekta kavíar úr styrjuhrognum eftir um það bil tvo mánuði.

Þá kemur fyrsti kavíarinn frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi á Ólafsfirði á markað. Styrjukavíar er afar verðmæt afurð á neytenda- og veitingahúsamarkaði.

Hrogn og svil voru strokin úr styrjunum sem eru í eldi á Ólafsfirði undir lok síðasta mánaðar. Er þetta fyrsta uppskera úr íslensku styrjunum sem hafa verið í eldi hér á landi í mörg ár. Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður styrjufélagsins, er ánægður með hvernig gekk að ná hrognunum úr styrjunum og með afrakstur vinnunnar. „Maður er dauðþreyttur eftir þessa vinnutörn en ánægður. Ef maður hefur ánægju af fiskeldi er þetta hluti af lífi manns,“ segir hann.

Hluti hrognanna var tekinn frá til að stækka stofninn. Seiðin hafa verið klakin úr hrognunum og er byrjað að fóðra þau. Hluti hrognanna er unninn í kavíar samkvæmt einkaleyfi frá þýsku fyrirtæki. Kavíarinn á að verða tilbúinn til smökkunar og sölu í byrjun júní.

Eyþór segir að ekki verði vandamál að selja afurðirnar. Kavíar er eftirsótt og verðmæt afurð. Margir hafi haft samband, bæði innlend veitingahús og kaupendur í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

Fréttina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.